Wednesday, July 30, 2008

Míla í Hvaleyrarvatni

Æðislegur dagur





Við , Adam, Gabríel, Mamma, Lovísa, Venus, Ég og Míla fórum á Hvaleyrarvatn í dag, skaðræðisblíða eins og mamma orðar það. vonum eftir alveg eins veðri á morgun :)

Adam og Gabríel fóru varla uppúr vatninu og Míla var svo svakalega ánægð, það var æði að sjá hvað hún skemmti sér vel, tókum nokkur flott vídéó af henni.

Ef þetta er ekki paradís hvað er það þá, ég meina Nauthólsvík hvað? það voru nokkur þúsund manns í Nauthólsvík í dag, ætli það hafi ekki verið um 100manns á hvaleyrarvatni, þvílíkt næði og krakkarnir höfðu nóg að gera, sumir voru með uppblásna báta og háf að veiða sílí.

og auðvitað vorum við með nesti með okkur ;)

Monday, July 28, 2008

Selvogsgatan 32km 18-19júlí

Ég er svoldið löt við að blogga, þegar ég bloggaði um fimmvörðuhálsinn þá var ég nýkomin af selvogsgötunni en fannst hálf asnalegt að sleppa úr ferð svo ég bloggaði um hálsinn fyrst og svo núna kemur selvogs-sagan. (Það vantar myndir frá föstudeginum, set þær inn seinna eftir að ég fæ afrit frá Clöru)

Á föstudeginum lögðum við af stað frá 10-11 í hafnarfirði og gengum uppá bláfjallaveg. Helga , Lovísa , Clara , mamma og ég.... við ákváðum að athuga hvernig væri að bera mikla þyngd svo að ég og clara fyltum pokana okkar, ég var með stóra nýja bakpokann minn sem er ætlaður í 4ra daga ferðir. pokinn hjá mér hefur verið um 20kg. þyngdin var ekki erfið pokinn er góður og hann leggst á mjaðmirnar þannig maður finnst maður ekki beint vera að bera neitt, því hann togar ekkert í axlirnar. aðal vandamálið hjá mér í þessari ferð voru skórnir mínir, á fimmvörðuhálsi notaði ég Óla skó, þeir eru miklu betri, mínir eru frá sama fyrirtæki og áttu að vera eins nema með einhverjum auka fítusum, eins og ég get smellt á þá ísklifurbúnað, það átti sem sagt ekkert að hafa áhrif á þá innan í.... anyways, þeir eru langt frá því að vera eins og sama hvað ég geng í þeim , þá skána þeir ekkert, ég fæ líklega að skila þeim. ég er nýbúin að kaupa gel innlegg sem ég hélt að myndi skipta sköpum en það gerði ekki mikið fyrir mig, eftir 2ja tíma göngu þá skipti ég yfir í daglegu skóna mína, það var ekkert skárra þannig séð því að botninn er svo mjúkur að maður fann verulega fyrir hrauninu.

þessi partur tók 4 klukkustundir, pabbi sótti okkur auðvitað.

Á laugardeginum þá gengur mamma , Lovísa , Helga , Berghildur , Adam Dagur , Ísak Lúther og Ég ofcourse :) Clara nennti ekki......reyndar er þessi blessaða Selvogsgata ekki neitt útsýni til að hrópa húrra fyrir, en ég er samt búin að ganga þennann part 4 sinnum með mömmu og hinn partinn 2 sinnum. Ísak og Adam voru virkilega þreyttir og drógu svoldið úr okkur, þessi leið hefur yfirleitt tekið sirka 4 klukkutíma og korter en í þetta skiptið vorum við 5 og hálfan tíma....

þar sem að ég var með smá sár eftir skóna síðan deginum áður þá voru þessir klukkutímar ekkert sérlega þægilegir, en viðræðurnar á leiðinni bættu það allt upp, gaman að ganga með skemmtilegu fólki.

Á leiðinni þá börðumst við við það að finna nafn á hópinn, það voru komnar nokkrar tillögur, brekkusniglarnir (Helga), fjallageiturnar (Ég), afturgöngurnar (Týri) og göngugrindurnar (Lovísa). á tímabili spáðum við í því að hver fengi bara sitt nafn en Lovísa var ekki alveg sátt við að göngugrindin yrði þá föst við hana.... en halló er skárra að vera geit? hahaha

En auðvitað Fann ég nafnið á hópinn :) maður verður nú að eigna sér heiðurinn af einhverju :D

hópurinn fékk Nafnið "Gengið" þeir sem ganga með verða auðvitað að vera gjaldgengir til að vera með, Ég er Evra, Helga Líra, Lovísa er Dönsk króna og mamma auðvitað Dollar, það var nú séð fyrirfram að hún var búin að eigna sér réttinn á því útaf öllum USA ferðunum. Berghildur er Ferðatékki þar sem hún var gestkomandi í hópinn. ísak er skiptimynt og Adam smápeningur.

Líran og Danskakrónan tóku smá sprett uppá við en í enda ferðarinnar féllu öll gengin samtímis niður. Bankastjórinn og þjónustufulltrúinn (pabbi) sótti okkur ofcourse og keyrði okkur í hjólhýsið hennar Jónu systur hans pabba, þar biður gúmmítékkinn (Týri) og yfirdrátturinn (Óli) ásamt sparibaukunum (Tinnu og Ástþór)og aurapúkinn (Gabríel). þar var grillað og um nóttina gistum við, þessi ferð var algjört æði í alla staði og krakkarnir skemmtu sér rosalega vel.
ákváðum fyrir hönd Clöru að hún yrði peseti þar sem peseti er ekki í notkun lengur hahaha

Daginn eftir fórum við að skoða Strandarkirkju og Vitann .... fórum uppí vitann vitandi að handriðið uppi væri ótraust og börnin á okkar ábyrgð. (hefði ég vitað að börnin mín væru á mína ábyrgð þá hefði ég kannski hugsað málið fyrir 12 árum síðan hahaha) ég var svo lofthrædd að um leið og ég var komin upp og út þá dreif ég mig niður aftur.... ekki sniðugt að vera þarna í rigningu eða snjó, því gólfið hallaði útá við... strandakirkja er rosalega flott, skemmtileg saga á bakvið hana, en svakalega sorglegt að sjá öll leiðin fyrir utan, meirihlutinn af leiðunum voru börn. En þarna voru foreldrar afa míns jörðuð, mjög gaman að hafa skoðað þennann stað.

á laugardeginum var æðislegt veður heiðskýrt og 25 stiga hiti á sunnudeginum var aðeins þyngra yfir og við vorum svo heppin að það byrjaði ekki að rigna fyrr en á leiðinni heim.

Monday, July 21, 2008

þvílíkar gáfur :)


Ég var að tala við mömmu í símann í dag og Gabríel var alltaf að reyna að tala eitthvað við mig, ég bað hann um að bíða á meðan ég væri í símanum, hann hélt áfram að spurja þar sem hann hefur nákvæmlega enga þolinmæði og ég hélt áfram að segja bíddu, ég er að tala við ömmu, þá segir
Gabríel : má ég tala ömmu,ég rétti honum símann, hann "amma þú verður að bíða mamma þarf að setja mynd" og hann réttir mér símann aftur.

talandi um snilld .... hvaða barn ný orðinn 4ra ára dettur svona í hug :) barnið mitt er bráð gáfað :)

Sunday, July 20, 2008

Fimmvörðuháls

10 júlí fórum við systurnar og mamma á Fimmvörðuháls.

mamma var búin að segja að sú ganga tæki frá 6 til 8 tímum, færi eftir hraða. Ég ætla að byrja á að taka það fram að það voru sko engar 5 vörður á leiðinni, man meira að segja ekki eftir neinni, á leiðinni sáum við reyndar 2 minnisvarða um fólk sem hafði dáið þarna og ótrúlegt en satt skilti eftir 4ra tíma labb um að hundar væru bannaðir nema í bandi, full seint .... æj ég gleymdi bandinu útí bíl, ég skokka bara og næ í það ... hmmm

Dagurinn byrjaði þannig að ég vaknaði klukkan 6:00 því Helga ætlaði að sækja mig um 7 leitið og ég átti eftir að vekja Gabríel og taka til smá dót, við ætluðum í seinasta lagi að vera komnar til mömmu og hálf átta leitið, klukkan hálf átta kom Helga til mín, við stoppuðum á bensínstöðinni því Helga átti eftir að borða morgunmat. Við vorum komnar til mömmu 7:50 munaði svo sem ekki miklu. planið var að vera komin uppað skógum og byrja að labba klukkan 10.... þá ættum við að geta grillað klukkan 4 - 5 sirka. við lögðum af stað gangandi klukkan 10:45 eftir að Helga keypti sér eina samloku í nesti. Lovísa og mamma voru með sitthvora samlokuna, en ég var með jafn margar og þær til saman :) stundum borgar sig að vera bolla hehe ég var líka með 2 prinspóló og pakka af Tópas, enda var ég sko besta vinkona þeirra.... í staðinn verður mér boðið í afmælið þeirra HAHAHA


fyrstu 2 klukkutímana sáum við ábyggilega hátt í 15 fossa, allir alveg geðveikt flottir og stórir að maður þorði varla að kíkja niður þetta var svo langt niður. eftir það var þetta eiginlega bara the same shitt all over again..... bara grjót og fjöll, þegar við vorum búnar að labba í 4 klukkutíma þá bilaði Helga í bakinu og hnénu, ég var farin í annarri löppinni, Lovísa farin í báðum löppunum en gamalmennið var alveg heilt enda öllu vön, á þessum tímapunkti vorum við farin að labba nokkuð hægt vegna meiðsla enda vorum við búnar að ganga upp og niður, upp og niður, upp og niður, endalaust og eftir að komast á eitt fjall þá bættist bara við annað og annað og annað, maður var farin að öskra NEI!!!! ekki annað!!!! á hverjum hólnum á fætur öðrum, við fórum að spurja útlendinga á leiðinni hvaðan þeir kæmu (sem sagt frá skálanum í miðjunni eða þórsmörk) til að vita sirka hvað það væri langt í þórsmörk, niðurstaðan var sú að það væru 6 KLUKKUTÍMAR eftir, við trúðum þessu ekki, það átti að vera heildartími ferðarinnar og við vorum búnar með fjóra! svo við spurðum hvort þau hefðu gengið hratt eða hægt og stoppað stutt, lengi eða oft, það var alveg sama hvað við mættum mörgum, þetta var víst tíminn sem var eftir..... ég var farin að skilja þegar lengra leið á ferðina, þegar fólk sturlast og drepur ferðafélaga sína, þær voru samt mjög þægar tek það fram :) um það leiti vorum við að spá í að hringja á þyrlu en því miður vorum við ekki í símasambandi, mig vantaði einmitt góða afsökun til að láta langþráðan draum um þyrluflug rætast en mér varð ekki að ósk minni.... það var tími til að taka gott stopp og jafna sig aðeins, við stoppuðum hjá neyðarskálanum og söfnuðum kröftum áður en við héldum áfram, það munaði sko helling...ég held ég hafi kvartað mest en þær segjast ekki hafa tekið eftir kvartinu fyrir kvartinu í sjálfum sér, mamma kvartaði ekkert fyrr á bráðhættulega lífshættukaflanum síðustu 3 tímana. fyrri hlutan af ferðinni sagði hún þegar við kvörtuðum sko NÆST tökum við meira nesti með og..... við fljótar að svara "það verður ekkert næst" þar sem okkur fannst ekki alveg við hæfi að ræða það að fara þessa leið aftur á meðan við vorum allar í kvölum og það eina sem komst að í hausnum á okkur var að komast til byggða.... en eftir lífshættukaflan sagði mamma ég fer aldrei aftur Fimmvörðuháls.

þegar við vorum búnar að labba í 7 klukkutíma þá sáum við niður í þórsmörk og "ákváðum" að það væri bara klukkutími eftir og þar sem fólkið á leiðinni var búið að tala um 8 til 10 tíma ferð, þá hugsuðum við "nú við náum þessu bara á methraða, við tökum þetta á 8 tímunum" hefðum ekki geta haft meira rangt fyrir okkur! á leiðinni niður fjallið á parti glerhálft, sléttur steinn með sandi ofaná, það var ekki hægt að hlaupa niður og ef maður mistígur sig og rennur þá er ekkert sem stoppar mann, engin grjót að lenda á.... bara nokkur hundruð metra fall, við vorum jú í eins kílómeters hæð. við fengum nú samt besta veður sem hægt er að fá, getum ekki kvartað undan því, það var alveg stuttbuxna veður og við vorum að ganga á milli mýrdalsjökuls og eyjafjallajökuls. landslagið síðustu 3 klukkutímana var alveg æði, en fyrir mér þá mátti ekkert klikka, fyrsta "lífshættan" fyrir utan hungrið, það var að við þurftum að "nánast hanga" í keðjum meðfram kletti, það var smá björg fyrir lappirnar og svo brjálað fall niður.... svo kom smá kafli sem leit út eins og pönnukaka og það var eini slétti kaflinn í ferðinni, sem var síðan ekkert sléttur þegar þangað var komið, grjóthnullungar á við tennisbolta til brennibolta þöktu svæðið. síðan tók við litlir moldarstígar og mölstígar með þvílíkri hæð niður öðru meginn, það komu nokkrir fleiri kaflar þar sem við þurftum að hanga í keðjum og þykkar gúmmíteigjur sem við prönguðum niður "kletta" , svo leit út fyrir að vegurinn endaði allt í einu og hvorugu meginn hægt að fara, þá þurftum við að klifra uppá klettahrygg og það var sko langt niður BÁÐU meginn og ekkert til að halda sér í!! hvorki keðja né band :( þessi kafli var reyndar bara 15 til 20 metra langur... á þessum tímapunkti er maður reyndar orðinn svo þreyttur að það er auðvelt að missa jafnvægi, allt vatnið var búið, maturinn var búinn og við systurnar allar slasaðar... en þetta tókst og við fórum þetta á 9 klukkutímum og 45 mínútum.

Pabbi sem hafði skultlað okkur að Skógum beið ásamt venusi og Gabríeli í þórsmörk og grillaði ofaní okkur fatlafólin því við gátum varla labbað eftir þetta ævintýri, maturinn sem átti að vera um 4-5 leitið varð ekki fyrr en hálf ellefu um kvöldið. Gabríel skemmti sér konunglega með bíðaranum (pabba) þeir keyrðu í vatninu báðum til mikillar skemmtunar, erfitt að segja hvor var spenntari fyrir því afinn eða barnið.

við erum búnar að skoða yfir myndirnar og tala helling um ferðina og erum ákveðnar að fara aftur, þessi leið verður líklega árlegur fjölskylduviðburður. en ótrúlegt að það er fólk sem er að fara með börnin sín þessa leið!!! ég er bara ekki að ná því! ferðin eftir á að hyggja var æði, maður er fljótur að gleyma erfiðinu og geymir góðu minningarnar. Svona litum við nú vel út eftir daginn :D enda vorum komin heim rétt fyrir 1 um nóttina ;)

Á vef ferðafélagsins... http://www.fi.is/gonguleidir/fimmvorduhals/
er lýsing gönguleiðarinnar svona: Fimmvörðuháls
Skógar-Þórsmörk (Fimmvörðuháls á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls)

Vegalengd 22 km, áætlaður göngutími um 9 klst., lóðrétt hækkun/lækkun 1000m. Leiðin liggur frá Skógum undir Eyjafjöllum, milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, yfir til Þórsmerkur. Hér er um að ræða eina allra vinsælustu gönguleið á Íslandi en e.t.v. þá viðsjárverðustu sakir snöggra breytinga sem geta orðið á veðri á hvaða árstíma sem er. Það getur verið blítt og stillt veður á láglendi en þegar komið er upp á háhálsinn getur skollið á svarta þoka svo að ekki sér handa skil. Á leiðinni eru tveir skálar, annar í eigu Eyfellinga og hinn í eigu Útivistar.



Vegalengdin er 22-24 kílómetrar í loftlínu en samkvæmt göngumæli Helgu.... þá eru það 31,7 kílómetrara að fara upp og niður og upp og niður. Fimmvörðuháls átti eiginlega að vera undirbúningur fyrir Laugaveginn sem tekur 3 daga að labba og er 55 kílómetrar í loftlínu, fimmvörðuháls er víst bara paradís miðað við laugaveginn, sem er víst ennþá meira upp og niður, en er þó ekki eins hættulegur, við erum allar ákveðnar í því að kíla á Laugaveginn og erum búnar að vera að gíra okkur upp fyrir það undanfarna daga, ég búin að kaupa mér regnbuxur og risa bakpoka fyrir lengri ferðalög og búin að fara prufuferðsem tók 4 klukkutíma með pokann níðþungan til að athuga hvernig er að bera svona mikla þyngd, það gekk fínt, þarf bara að athuga skómálin hjá mér og þá ætti ég að vera tilbúin. það eru nokkrar æfingaferðir planaðar til að undirbúa the BIG TRIP en það eina sem kemur kannski í veg fyrir að við komumst þetta sumarið er það að, það er óvíst að við náum að fá pláss í skálunum á laugaveginum, það er meira og minna uppselt!


Að lokum myndir af skiltu fræga ;)


Sunday, July 6, 2008

Helgafell 5 júlí

Fórum öll saman með mömmu og wísem vini ísaks, það var svaka gaman, Gabríel kom með og bjuggumst við við því að þurfa að halda eitthvað á honum en það var eiginlega ekki neitt, smá á leiðinni niður, myndirnar af honum eru allar frekar spes þetta er nýja "brosið" hans hahaha hann skiptir um hlátur reglulega (án gríns) fer bara eftir hvað honum finnst fyndið hverju sinni, þetta er sem sagt nýja brosið :D

Thursday, July 3, 2008

Nýji fjölskyldu meðlimurinn


Er tíkin míla, eftir langa umhugsun fékk hún þetta nafn, enda þurftum við að fara ansi margar mílur til að sækja hana, hún kemur frá dalvík og keyrði ræktandinn á móti óla og ísak sem fóru saman að sækja hana til blönduós. hún var fljót að eigna sér bælið hennar kisu.
Míla er ljúfasti hundur sem ég hef hitt og flestir ef ekki allir tala um það þegar þeir sjá hana.