Wednesday, August 20, 2008

undanfari og framundan

ó mæ god.... var að fatta að ég er ekkert búin að blogga og ekki búin að setja neinar myndir frá verslunarmannahelginni, það er ekki eins og ég sé uppiskroppa á efni, það er sko nóg að gera og dagskrá framundan, er til dæmis að fara í stelpuferð með skrappstelpunum við verðum allavega 25-30 og svo er reunion framundan líka.... bæði mjög spennó.

þessa dagana er allt í gangi, óli er búinn að vera að grafa garðinn í tætlur og núna er sko alvaran komin í pallin, það verður komin grind áður en maður veit af. í morgun byrjuðu 2 gaurar að flísaleggja stóra baðherbergið hjá mér, get ekki beðið .... það verður gott að losna við baðinnréttinguna úr svefnherberginu.

í næstu viku verður dregið síðasta rafmagnið sem var stíflað svo þá er það búið og við fáum ný útiljós (hin voru gölluð) svo strax og baðherbergið er búið þá kemur smiðurinn og gerir loka vinnuna, sem sagt, það verða settar auka hillur í alla skápa og betra skipulag, smá vinna sem gleymdist verður kláruð.

ég er búin að kaupa málningu og er komin með fullt af hugmyndum, ætla að byrja á að taka Adams herbergi í gegn á meðan baðherbergið er í vinnslu og svo um leið og plássið losnar í mínu herbergi þá verður sko öllu umturnar, þetta verður geggjað, frábær lausn .... ég ætla ekki að segja of mikið, ég set bara seinna fyrir og eftir myndir.

svo er eitthvað mjög líklega að fara að gerast í bóka málunum mínum, ætla heldur að segja ekkert of mikið um það, nema að ég á eftir að verða mjög rík og "fræg" ef planið gengur upp, allt í vinnslu þar.

jæja, nenni ekkert að fara í ferðasöguna um verslunarmannahelgina, það alla vega rosalega gaman og við vorum öll mjög sátt við þessa helgi, set bara nokkrar myndir, enda tala þær sínu máli sko.....