Friday, April 17, 2009

Kettlingarnir

eins og það er nú erfitt að hafa 5 kettlinga kyrra að þá tókst að ná ágætis mynd af þeim saman áður en þeir fara allir (nema einn) á nýju heimilin sín :)

Thursday, April 16, 2009

Gullmoli

Fyrir nokkrum dögum síðan vorum við Gabríel einhver staðar og það var fluga þar, Gabríel varð hræddur og ég segji honum að þetta sé allt í lagi flugan er góð, hún er vinur minn.... síðan líða nokkrir dagar og við gabríel erum að labba heim úr leikskólanum, þá heyrist í Gabríel fuglinn er vinur minn og flugan er vinur þinn mamma, ég segi bara já við því, svo segir gabríel eftir smá hugsun, þar sem óli fer stundum á fuglaveiðar, pabbi má skjóta fuglinn minn.

það er nú meiri vinurinn HA!!

Thursday, February 26, 2009

Emma og Kettlingarnir


Emma eignaðist 5 kettlinga 24-25 febrúar sem sagt á sprengidaginn. allir eru einlitir eins og það lítur út í dag, getur alltaf breyst eitthvað, það eru nokkrar brendur á þeim en þá samlita þeim, þetta eru 2 læður og 3 högnar, enginn þeirra er eins á litinn :) það verður spennandi að sjá hvernig þeir eiga eftir að verða og gaman þegar þeir fara að trítla um heimilið :)

Monday, January 26, 2009

Kapteinn Ísak


Kap"teinn" ísak , fékk teinana reyndar 25nóvember. svo í dag var hann að fá gleraugu, hann valdi þau sjálfur og finnst mér bara vel valið, flott gleraugu sem klæða hann mjög vel. skelli með einni mynd :)

Wednesday, January 21, 2009

1 ár í dag

síðan við fluttum í húsið (höllina) okkar. æðislega sátt við það og er alveg guðslifandi fegin að vera flutt og að börnin mín séu í góðum skóla, ég er alltaf að frétta fleiri og fleiri eineltissögur úr hvaleyrarskóla og alveg sama hvað fólk kvartar þá er aldrei neitt gert þarna, því miður. ég meira segja fór á fund skólastjóra eftir að hafa verið flutt og bauð þeim bókina og sagði hvað mér og öðrum findist um þennann skóla og hvaða prógram margir skólar eru að nota með bókinni minni. ég held að kallinn hafi haldið að ég væri eitthvað geðveik, það var alla vega ekki haft samband og ekkert greinilega gert í eineltismálum þarna frekar en fyrri daginn. ég veit um fólk sem býr við hliðiná skólanum og er með börnin sín í öðrum skóla, ég rakst á konu sem er menntaður leikskólakennari sem er að hugsa um að flytja til að gefa barninu sínu tækifæri á betra lífi því hvaleyrarskóli gerir ekki neitt, ég veit um fólk sem er búið að ákveða að setja börnin sín ekki í þennann skóla þótt það séu ennþá 2 ár í að fyrsta byrjar þar, ég veit um svo mikið af öðru fólki að ég gæti talið upp endalaust, þessi blessaði skólastjóri sem átti að taka allt þarna í gegn til að minnka einelti og fá betra orð á skólann er ekki að standa sig að mínu mati, hann hélt svo innilega að ég væri bara þarna að kynna honum þetta til að græða pening á því en nei það er ekki ástæðan, ástæðan er að þetta er versti skólinn í hafnarfirði varðandi eineltismál!