Friday, June 29, 2012

Lófa lestur




Er svoldið forvitin að vita hvað "sérfræðingar" sjái í lófunum mínum :D

Saturday, September 10, 2011

Acryl Neglur



keypti mér dót á ebay til að fikta með heima, heppnaðist þokkalega vel að mér finnst svona miðað við að ég hef aldrei gert þetta en bara nokkrum sinnum séð þetta gert. set hér inn myndir af tilraununum, er með sitthvort settið á sitthvorri hendinni :D Bleiku voru fyrsta tilraun og hinar tilraun 2, hlakka eiginlega til að gera meir, er að bíða eftir smá skrauti í pósti. er búin að hafa þær á mér í nokkra daga og engin merki um loft eða að þær séu eitthvað verri en á stofu :D auðvitað eru smá dítel sem mætti gera aðeins betur en ég fattaði tæknina með hverri nöglinni svo þetta verður fínt næst, kemur með æfingunni!

Monday, May 3, 2010

hvað segja mömmur þá????

ég er í smá áfalli hérna :) maður veit ekki alveg hvað maður á að segja við litla saklausa barnið sitt og reynir eins og maður getur að halda andlitinu , núna áðan rétt uppúr 23:00 kom Gabríel fram og spurði hvort hann mætti fá eitthvað að borða fyrir svefninn, ég segi já og gef honum weetos, hann situr við borðið og horfir á sjónvarpið, ég var í tölvunni og ekki alveg að fylgjast með sjónvarpinu, hann segir að þar sem stöð 2 merkið sé rautt þá megi hann ekki horfa, ég segi honum að sleppa því að horfa og borða bara matinn og fara að sofa..... svo heyrist allt í einu ooojjjjjjj mamma, hún var að drekka pissið hjá honum ég: ha? það getur ekki verið, hann: jú hún var með munninn hjá typpinu hans og hann sagði ahhhhh.... maður segir ahhh þegar það er gott að pissa!!!!

stundum er erfitt að springa ekki úr hlátri! hahaha

Friday, April 17, 2009

Kettlingarnir

eins og það er nú erfitt að hafa 5 kettlinga kyrra að þá tókst að ná ágætis mynd af þeim saman áður en þeir fara allir (nema einn) á nýju heimilin sín :)

Thursday, April 16, 2009

Gullmoli

Fyrir nokkrum dögum síðan vorum við Gabríel einhver staðar og það var fluga þar, Gabríel varð hræddur og ég segji honum að þetta sé allt í lagi flugan er góð, hún er vinur minn.... síðan líða nokkrir dagar og við gabríel erum að labba heim úr leikskólanum, þá heyrist í Gabríel fuglinn er vinur minn og flugan er vinur þinn mamma, ég segi bara já við því, svo segir gabríel eftir smá hugsun, þar sem óli fer stundum á fuglaveiðar, pabbi má skjóta fuglinn minn.

það er nú meiri vinurinn HA!!

Thursday, February 26, 2009

Emma og Kettlingarnir


Emma eignaðist 5 kettlinga 24-25 febrúar sem sagt á sprengidaginn. allir eru einlitir eins og það lítur út í dag, getur alltaf breyst eitthvað, það eru nokkrar brendur á þeim en þá samlita þeim, þetta eru 2 læður og 3 högnar, enginn þeirra er eins á litinn :) það verður spennandi að sjá hvernig þeir eiga eftir að verða og gaman þegar þeir fara að trítla um heimilið :)