Thursday, September 11, 2008

Nýjustu bókafréttirnar

Ég er komin með skrifkrampa , búin með öll reikningseyðublöðin, búin með innpökkunarpappírinn og límrúlluna..... er alveg að springa úr hamingju yfir þessu og er farin í bæinn að kaupa meiri blöð, það bíða yfir 25 pantanir á emailinu hjá mér :) og klukkan er bara 10.... hvernig verður þetta í kvöld hmmm!

Wednesday, September 10, 2008

Sandblástursfilmur


Jæja þá er maður kominn með sandblástur í 3 glugga, sem sagt baðherbergi, þvottahús og útidyrahurðina. Ég er svo hamingjusöm yfir þessu að ég labba krókaleiðir um allt hús til að horfa meira á þetta, ég veit sjúkt hehe. þá á bara eftir að gera litla baðherbergið og smá rönd neðst í gluggana í svefnherbergjunum og í tvo glugga í stofunni, óli er búinn að gera fyrir tölvuherbergið, það á bara eftir að smella því í :D

Ég keypti geðveika ljósakrónu (yfir borðstofuborðið) sem kostaði ekki krónu haha fattaði að ég átti unik inneign og rúmlega það... það á eftir að setja hana upp, það þarf að lengja snúrurnar í henni en ég bíst við að hún fari upp áður en snúrurnar verða lengdar, bara útaf því að ég hef enga þolinmæði fyrir að bíða.

Salan á bókinni gengur alveg svakalega vel og það er bara dagur 2...... líka löngu kominn tími á að losna við þennann minnisvarða úr bílskúrnum hjá mér.

hérna eru myndir af filmunum, klikka á myndirnar til að stækka og endilega commenta ef ykkur finnst flott, en ef ykkur finnst ljótt þá megiði senda óla póst ...iiiii

Monday, September 8, 2008

Bókin mín

Er þessa dagana að bjóða bókina sem bekkjarsett í skólum, það er mjög vel tekið í það og sé ég framá að þurfa að panta 5000 eintök í viðbót...........iiii djók. ég hef síðan boðið kennurum og fleirum sem hafa áhuga á að kaupa nokkur stykki í einu afslátt, ein bók er á 1500kr en nokkrar 1200kr stk. þar sem sumir hafa ekki séð bókin ákvað ég að setja hana hérna á bloggið svo að þeir sem hafi áhuga geta séð hvað þetta er vönduð og flott bók.

Einelti finnst alls staðar og er hún því þörf hvar sem er, heima , skólum og leikskólum. Fullkomin afmælis eða jólagjöf.

Fínt að hafa lager heima hjá sér ef barninu er skyndilega boðið í afmæli.... vá ein að selja hehe

Áhugasamir geta haft samband með maili harpilius@simnet.is eða í síma 8993916 Kveðja Harpa

Tuesday, September 2, 2008

Gullkorn



Gabríel var að hætta seinasta föstudag í leikskólanum í Hafnarfirði, honum langaði ekkert að fara seinasta daginn því hann var svo spenntur að byrja á nýja staðnum. Hann var sannfærður til þess að fara því að við sögðum að hann yrði að mæta einu sinni enn, hann væri ekki búinn að segja bless við fóstrurnar og krakkana, hann var samt ekkert sáttur við að þurfa að mæta, en fékk engu að ráða um það. Á föstudags morgun fór Óli svo með hann í leikskólann, Gabríel labbaði beint að hurðinni inní stofuna sína, opnaði ÖSKRAÐI inn " ég er hættur í leikskólanum, BLESS" og skellti hurðinni, sagði svo pabbi förum.