Wednesday, September 10, 2008

Sandblástursfilmur


Jæja þá er maður kominn með sandblástur í 3 glugga, sem sagt baðherbergi, þvottahús og útidyrahurðina. Ég er svo hamingjusöm yfir þessu að ég labba krókaleiðir um allt hús til að horfa meira á þetta, ég veit sjúkt hehe. þá á bara eftir að gera litla baðherbergið og smá rönd neðst í gluggana í svefnherbergjunum og í tvo glugga í stofunni, óli er búinn að gera fyrir tölvuherbergið, það á bara eftir að smella því í :D

Ég keypti geðveika ljósakrónu (yfir borðstofuborðið) sem kostaði ekki krónu haha fattaði að ég átti unik inneign og rúmlega það... það á eftir að setja hana upp, það þarf að lengja snúrurnar í henni en ég bíst við að hún fari upp áður en snúrurnar verða lengdar, bara útaf því að ég hef enga þolinmæði fyrir að bíða.

Salan á bókinni gengur alveg svakalega vel og það er bara dagur 2...... líka löngu kominn tími á að losna við þennann minnisvarða úr bílskúrnum hjá mér.

hérna eru myndir af filmunum, klikka á myndirnar til að stækka og endilega commenta ef ykkur finnst flott, en ef ykkur finnst ljótt þá megiði senda óla póst ...iiiii

4 comments:

Anonymous said...

Geggjaðar filmur.... er einmitt sjálf í filmuhugleiðingum og frábært að sjá svona irl....
takk fyrir að sýna og þetta er mucho flott....

Unknown said...

Vá þetta er GEGGJAÐ, hlakka til að sjá þetta life :D

Anonymous said...

Hæ,
Mér finnst þetta æðislegt.... verð að skoða þetta áður en við förum til Usa.
Kveðja mamma

Anonymous said...

Filmurnar eru GEGGJAÐAR!!