Á föstudeginum lögðum við af stað frá 10-11 í hafnarfirði og gengum uppá bláfjallaveg. Helga , Lovísa , Clara , mamma og ég.... við ákváðum að athuga hvernig væri að bera mikla þyngd svo að ég og clara fyltum pokana okkar, ég var með stóra nýja bakpokann minn sem er ætlaður í 4ra daga ferðir. pokinn hjá mér hefur verið um 20kg. þyngdin var ekki erfið pokinn er góður og hann leggst á mjaðmirnar þannig maður finnst maður ekki beint vera að bera neitt, því hann togar ekkert í axlirnar. aðal vandamálið hjá mér í þessari ferð voru skórnir mínir, á fimmvörðuhálsi notaði ég Óla skó, þeir eru miklu betri, mínir eru frá sama fyrirtæki og áttu að vera eins nema með einhverjum auka fítusum, eins og ég get smellt á þá ísklifurbúnað, það átti sem sagt ekkert að hafa áhrif á þá innan í.... anyways, þeir eru langt frá því að vera eins og sama hvað ég geng í þeim , þá skána þeir ekkert, ég fæ líklega að skila þeim. ég er nýbúin að kaupa gel innlegg sem ég hélt að myndi skipta sköpum en það gerði ekki mikið fyrir mig, eftir 2ja tíma göngu þá skipti ég yfir í daglegu skóna mína, það var ekkert skárra þannig séð því að botninn er svo mjúkur að maður fann verulega fyrir hrauninu.
þessi partur tók 4 klukkustundir, pabbi sótti okkur auðvitað.
Á laugardeginum þá gengur mamma , Lovísa , Helga , Berghildur , Adam Dagur , Ísak Lúther og Ég ofcourse :) Clara nennti ekki......reyndar er þessi blessaða Selvogsgata ekki neitt útsýni til að hrópa húrra fyrir, en ég er samt búin að ganga þennann part 4 sinnum með mömmu og hinn partinn 2 sinnum. Ísak og Adam voru virkilega þreyttir og drógu svoldið úr okkur, þessi leið hefur yfirleitt tekið sirka 4 klukkutíma og korter en í þetta skiptið vorum við 5 og hálfan tíma....
þar sem að ég var með smá sár eftir skóna síðan deginum áður þá voru þessir klukkutímar ekkert sérlega þægilegir, en viðræðurnar á leiðinni bættu það allt upp, gaman að ganga með skemmtilegu fólki.
Á leiðinni þá börðumst við við það að finna nafn á hópinn, það voru komnar nokkrar tillögur, brekkusniglarnir (Helga), fjallageiturnar (Ég), afturgöngurnar (Týri) og göngugrindurnar (Lovísa). á tímabili spáðum við í því að hver fengi bara sitt nafn en Lovísa var ekki alveg sátt við að göngugrindin yrði þá föst við hana.... en halló er skárra að vera geit? hahaha
En auðvitað Fann ég nafnið á hópinn :) maður verður nú að eigna sér heiðurinn af einhverju :D
hópurinn fékk Nafnið "Gengið" þeir sem ganga með verða auðvitað að vera gjaldgengir til að vera með, Ég er Evra, Helga Líra, Lovísa er Dönsk króna og mamma auðvitað Dollar, það var nú séð fyrirfram að hún var búin að eigna sér réttinn á því útaf öllum USA ferðunum. Berghildur er Ferðatékki þar sem hún var gestkomandi í hópinn. ísak er skiptimynt og Adam smápeningur.
Líran og Danskakrónan tóku smá sprett uppá við en í enda ferðarinnar féllu öll gengin samtímis niður. Bankastjórinn og þjónustufulltrúinn (pabbi) sótti okkur ofcourse og keyrði okkur í hjólhýsið hennar Jónu systur hans pabba, þar biður gúmmítékkinn (Týri) og yfirdrátturinn (Óli) ásamt sparibaukunum (Tinnu og Ástþór)og aurapúkinn (Gabríel). þar var grillað og um nóttina gistum við, þessi ferð var algjört æði í alla staði og krakkarnir skemmtu sér rosalega vel.
ákváðum fyrir hönd Clöru að hún yrði peseti þar sem peseti er ekki í notkun lengur hahaha
Daginn eftir fórum við að skoða Strandarkirkju og Vitann
á laugardeginum var æðislegt veður heiðskýrt og 25 stiga hiti á sunnudeginum var aðeins þyngra yfir og við vorum svo heppin að það byrjaði ekki að rigna fyrr en á leiðinni heim.
No comments:
Post a Comment